Hvað er næst ? Selja Ísland fyrir sumarfrí svo þið komist til Spánar!

Það er allveg rosalegt að lesa þessa grein og ennþá er það sami aldurshópurinn sem er í meirihluta, nefnilega sá aldurshópur sem er búinn að setja okkar kæra Ísland á kaldan klaka. Þessi aldurshópur 35 - 44 ára hefur altaf fengið alt upp í hendurnar af foreldrum, sem virkilega þurftu að hafa fyrir hlutunum sjálf og gerðu því allt fyrir þessi elsku börn sín svo að þau þyrftu ekki að upplifa vöntun á neinu en fengju aðeins það besta af því allra besta. Þessir foreldrar, sem unnu tvöfalda vinnu frá morgni til kvölds svo að börnin fengju alt það besta sem völ var á og þá sérstaklega góða menntun eru nú að uppskera og það á þennan hátt. Þessi kæru börn eru nú svo góðu vön að þau þekkja sér engin takmörk og sýna ískalt virðingarleysi við bæði foreldra og það land sem fram til þessa hefur séð fyrir öllum þeirra þörfum og vel það. Núna hafa þessi kæru börn notað sína góðu menntun sem kostaði blóð og svita frá foreldrunum til að flá Ísland öllu því góða sem það hafði upp á að bjóða og eru nú tilbúinn að selja það endanlega fyrir ekki neitt. Það er nú kominn tími til að þessi frábærlega menntaði og duglegi aldurshópur taki höndum saman og setji sér það markmið að bjarga Íslandi upp úr dalnumog sýna þar með að Ísland sé þeim einhvers virði amk. meira virði en Spánarferð tvisvar á ári og að þeir meti það sem forfeður þeirra hafa lagt á sig fyrir landið sitt Ísland og afkomendur sína YKKUR!!!

STÖNDUM SAMAN OG VINNUM ÍSLAND TIL BAKA !!


mbl.is 58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tek undir þetta með þér ásamt því að benda þessum aldurshópi á að þeirra eigin börn (aldurshópurinn 18 - 24 ára) er sá aldurshópur sem vil síst ganga í sambandið ásamt elsta aldurshópnum.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.6.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Sigrún Haraldsdóttir

100% sammála!

Ég bý í Danmörku og hér eru menn mjög óánægðir með Evrópusambandið og lesum við í blöðum hér að þeir sem veljist til Brussel fái meiri völd en ef þeir væru kosnir til stjórnarstarfa í Danmörku.

Þetta þýðir einfaldlega að ESB er farinn að stjórna því sem máli skiftir í Danmörku og að danska stjórnin er orðin hálfgerð undirstjórn með mjög takmörkuð völd.

 Hér lúrir óánægjan hjá fólkinu, en það er of seint og ekki aftur snúið. Góðærið er búið og nú er komið að skuldardögum.

Skólar, sjúkrahús og öll þjónusta er í niðurníslu. Það þjóðfélag sem var byggt upp í gegnum þúsundir ára er nú niðurbrotið og nú er atvinnuleysið á hraðri uppleið hjá dönsku þjóðinni vegna þess að nú er leyfilegt að ráða starfsfólk frá láglaunalöndum til starfa á þeim launum sem eru í gildi í því landi, og þar með má gera ráð fyrir stórri uppbyggingu í þeim löndum á kostnað  niðurbrots dönsku þjóðarinnar.

 Ísland er eitt af fáum löndum, þar sem auðæfin liggja í landinu sjálfu og umhverfi þesa og þessvegna er Ísland mjög sárbært gagnvart því að stjórn nýtingar þess flyttist til Brussel.

Auðæfi Danmerkur er í grísum sem eru að kaffæra land og þjóð í grísahlandi. Svíar eiga bíliðnaðinnsem er hruninn og þá eiga þeir bara símana (gemsaframleiðslu) eftir. Finnar eiga líka símana og þar að auki skógana (sem þeim hefur tekist að gæta mjög vel . Þjóðverjar hafa eiturefnin sín , en það er smám saman verið að þrengja að þeim og banna notkun þessa "eiturefna" og svo má lengi telja.

 ESB þarfnast Íslands. Ekki fyrir Íslendinga heldur alla þá sem eru búnir að eiðileggja og ofnota sín auðæfi t.d. fiskimið með losun efnaúrgangs og grísahlands.

Stöndum vörð um okkar ástkæra Ísland og

STÖNDUM SAMAN OG VINNUM ÍSLAND TIL BAKA!!

Sigrún Haraldsdóttir, 14.6.2009 kl. 12:38

3 Smámynd: Sigrún Haraldsdóttir

Allveg sammála Axel Þór!

Ég man hversu stolt ég var þegar "krísan" var upp á sitt versta og ung stúlka ca. 17-18 ára var spurð að því hverning henni litist á framtíðina. Hún svaraði:

Þegar forfeður okkar komu til Íslands ver hér ekkert og þeir þurftu að byrja á núllpúnkti og byggja alt upp og þeim tókst það. Nú verðum við bara að gera það sama.

Frábært ungt fólk sem Ísland á...sannir víkingar

Sigrún Haraldsdóttir, 14.6.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband